Með fulla vasa af grjóti | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Með fulla vasa af grjóti

    Með fulla vasa af grjóti

    Eftirlætissýning margra leikhúsgesta á svið í þriðja sinn

    Með fulla vasa af grjóti er bráðskemmtilegt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn, og hér sýna tveir af fremstu leikurum þjóðarinnar einstaka færni sína. Sviðsetning Þjóðleikhússins á leikritinu árið 2000 sló rækilega í gegn, sýningar urðu alls 180 og yfir 40.000 manns sáu verkið. Þegar sýningin fór aftur á svið árið 2012 bættust tæplega 10.000 áhorfendur við. Nú gefst enn á ný tækifæri til að sjá þessa frábæru sýningu.

    Aðalpersónur verksins eru tveir náungar sem ráða sig sem aukaleikara í Hollywoodkvikmynd sem verið er að taka upp í nágrenni lítils þorps á vesturströnd Írlands. Fljótlega setur starfsemi kvikmyndafyrirtækisins allt á annan endann, og von bráðar eiga sér stað árekstrar á milli lífs Hollywoodstjarnanna og hversdagsleika sveitafólksins. Þessir árekstrar eru margir hverjir afar spaugilegir, en þeir geta einnig haft alvarlegar afleiðingar.

    Í verkinu kynnumst við fjölda skrautlegra og skemmtilegra persóna og þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara með öll fjórtán hlutverkin.

    Um leikritið

    Með fulla vasa af grjóti, eða Stones in His Pockets, eftir Marie Jones er meðal þekktustu leikrita sem skrifuð hafa verið á Norður-Írlandi á síðari árum.

    Verkið var upphaflega skrifað fyrir írska leikhópinn Double Joint og frumsýnt árið 1996. Jones endurskrifaði verkið fyrir Lyric-leikhúsið í Belfast árið 1999. Sýning Lyric-leikhússins var sýnd í Dublin og á Edinborgarhátíðinni sama ár. Verkið vakti þar mikla athygli og var í kjölfarið frumsýnt í New Ambassadors-leikhúsinu á West End árið 2000, í leikstjórn Ians McElhinneys. Sýningin sló í gegn, var flutt í Duke of York’s leikhúsið og sýnd í þrjú ár samfleytt í London. Leikararnir í upprunalegu sýningunni léku verkið á Broadway, og tóku ýmsir leikarar við hlutverkum þeirra í London á sýningartímabilinu.

    Verkið hefur frá frumsýningunni í London farið sigurför um heiminn og verið þýtt á fjölda tungumála. Það hefur hlotið ýmis verðlaun, og má þar nefna Laurence Olivier verðlaunin, Evening Standard verðlaunin og Irish Times/ESB leiklistarverðlaunin.

    Hlutverk

    Stefán Karl Stefánsson:
    Jake Quinn – Aisling, 3. aðstoðarleikstjóri – Mickey, gamall aukaleikari – Sean Harkin, ungur piltur í þorpinu – John, framburðarkennari – Dave, tökumaður, Lundúnabúi – Kevin Docherty, fréttamaður

    Hilmir Snær Guðnason:
    Charlie Conlon – Simon, 1. aðstoðarleikstjóri – Caroline Giovanni, kvikmyndastjarna – Clem Curtis, leikstjórinn – Harkin, faðir Seans – Fin, vinur Seans Harkins – Jock Campbell, öryggisvörður Caroline – Bróðir Gerard, kennari í þorpinu



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!