Mávurinn | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Mávurinn

    mavurinn stór

    Síðastliðinn föstudag, 16.október frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu Mávinn eftir Anton Tsjékhov í leikstjórn Yana Ross.

    Mávurinn er eitt stórbrotnasta leikrit rússneska leikskáldsins Antons Tsjékhovs. Það er eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Nístandi gamanleikur um spurninguna eilífu: Hvernig eigum við að lifa? Ógleymanleg, ljúfsár mynd af manneskjunni. Eins og alltaf þrá allir hið ómögulega, þrá breytingar fyrir tilstilli listarinnar eða ástarinnar.

    Anton Pavlovitsj Tsjékhov er eitt mikilvægasta leikskáld allra tíma. Leikrit hans hafa verið á fjölum leikhúsa um allan heim sleitulaust síðustu eitthundrað tuttugu og fimm ár. Leikritið var frumsýntt í Alexandra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896. Þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borgarleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Leikstjóri er litháíska leikstýran Yana Ross sem vakið hefur mikla athygli bæði í heimalandi sínu og víða um heim ekki síst fyrir nýstárleg og kraftmikil tök á sígildum leikritum.

    Aðstandendur
    Höfundur: Anton Tsjékhov | Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir | leikstjóri: Yana Ross| Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson | Leikmynd: Zane Pihlström | Búningar: Filippía Elísdóttir | Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson |Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir | Myndbandshönnuður: Algirdas Gradauskas | Hljóð: Baldvin Magnússon | Textayfirferð: Eiríkur Örn Norðdahl |  Leikarar: Björn Stefánsson, Björn Thors, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!