Mæður í Iðnó
Komið eins og þið eruð. Með barn á brjósti eða ekki. Svefnvana eða alsælar eftir heila nótt af ótrufluðum svefni þar sem þig dreymdi smá. Upplifðu leikhús byggt á mögnuðu dönsku verki, leikið af fjórum af frábærustu leikkonum Íslands. „Mæður“ fagnar vandamálunum og sigrunum sem fylgja móðurhlutverkinu, því sagða og öllu sem okkur er ekki sagt, klisjunum, mýtunum, því fáránlega og því frábærlega óvænta. Taktu barnið þitt með þér, manninn þinn, vinkonu, eða bara allan mömmuklúbbinn. Ekki vera hrædd við að trufla sýninguna, við vitum hvað við erum að gera og þolum það alveg. Endilega gefðu barninu þínu brjóst á meðan og við eigum fullt af auka bleyjum.
Höfundar: Christina Sederqvist, Julia Lahme, Mette Marie
Lei Lange Anna Bro. ogo íslenski leikhópurinn
Leikkonur: Aðalbjörg Árnadótttir, Kristín Pétursdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir
Leikstjórn: Álfrún Örnólfsdóttir
Leikmynd og búningar: Hildur Selma Sigurbertsdóttir
Tónlist og hljóð: Steinunn Jónsdóttir og Þormóður Dagsson
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason