Maðurinn sem heitir Ove
MAÐUR SEM HEITIR OVE
eftir Fredrik Backman
Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd. Frumsýning í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 17. september.
Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.
Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.
Umræður eftir 6. sýningu, 29. september.