Litla hryllingsbúðin í Hveragerði
Leikfélag Hveragerðis frumsýndi, föstudaginn 6. október, söngleikinn vinsæla um Litlu hryllingsbúðina undir leikstjórn Jóels Sæmundssonar. Hér er um að ræða sígildan söngleik, fullan af húmor, góðri tónlist, heillandi persónum og krassandi söguþræði. Baldur Snær þrælar alla daga í blómabúð Markúsar á Skítþró og dreymir um ástir Auðar, en hún er í tygjum við leðurklæddan tannlækni með kvalalosta. Dag einn uppgötvar Baldur dularfulla plöntu sem á eftir að breyta lífi hans.