Lísa og Lísa
Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu
Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa
búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs
leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og
segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt
verðlaunaverk.
Leikritið sló í gegn á Akureyri síðasta vetur og kemur nú loksins
suður. Gagnrýnendur voru á sama máli, Lísa og Lísa er frábær skemmtun.
Brot úr gagnrýnum
Næm og falleg sýning.
– Hlín Agnarsdóttir, DV
Jón Gunnar á heiðurinn af leikstjórninni og samstarf hans við
leikkonurnar og aðra listamenn uppsetningarinnar hefur skilað
áferðarfallegri leiksýningu sem býr yfir mikilli nánd, mannlegri hlýju
og skilningi á lífi samkynhneigðra para.
– Hlín Agnarsdóttir, DV
Mergjuð skemmtun!
– Páll Jóhannesson, Akureyri.net
Lísa og Lísa, góðar saman.
– Björn Þorláksson, Akureyri Vikublað
Lísa og Lísa eiga erindi til allra.
– Hulda Sif Hermannsdóttir, Vikudagur
Sýning sem allir bæjarbæar ættu að sjá.
– Eiríkur Björn Björnsson, Bæjarstjóri
Höfundurinn
Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er búsett í Dyflinni. Hún
hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um
Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012,
bæði sem höfundur og leikkona.
Leikstjórinn
Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London
árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi
og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The
Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið
fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskólum og stjórnað Götuleikhúsinu
í Reykjavík.