Back to Top
Lína Langsokkur á Stóra sviðinu næsta haust | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Lína Langsokkur á Stóra sviðinu næsta haust

    Lína Langsokkur er eitt ástsælasta leikverk allra tíma fyrir yngstu kynslóðina

    Þjóðleikhúsið mun frumsýna stórsýningu um Línu Langsokk á Stóra sviðinu næsta haust. Lína Langsokkur er eitt ástsælasta leikverk allra tíma fyrir yngstu kynslóðina – og hver kynslóð þarf að kynnast sterkustu stelpu í heimi sem lætur sig ekki muna um að lyfta hestinum sínum á góðum degi eða hafa tvær löggur undir ef því er að skipta.

    Forsala á Línu hefst 20 mars . Sérstakur forsöluafsláttur, 1000 kr. af hverjum miða, verður í boði fyrstu tvo daga forsölunnar! Það er því til mikils að vinna að tryggja sér miða strax.

    Hlutverkaskipan tilkynnt síðar og leikprufur fyrir börn
    Ætíð er mikill spenningur fyrir því hver leikur Línu og vini hennar Tomma og Önnu, auk Prússúlínar, þjófanna Klængs og Hængs eða lögregulmannanna Glúms og Gláms. Leikararnir sem fara með öll þessi hlutverk og önnur verða kynntir í mars en á sama tíma hefjast prufur fyrir börn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni við hlið atvinnuleikaranna.  Í fyrri uppsetningum á Línu Langsokk hafa stórleikkonurnar Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva farið með hlutverk Línu – en hver það verður nú verður opinberað í mars.

    Mikið sjónarspil framundan á Stóra sviðinu
    Sýningin um Línu Langsokk verður heljarinnar sjónarspil sem mun henta breiðum aldurshópi. Agnes Wild er leikstjóri sýningarinnar en hún hefur vakið mikla athygli fyrir frábærar barnasýningar. Karl Olgeirsson verður tónlistarstjóri en skemmst er að minnast einstakra útsetninga hans á lögunum í Kardemommubænum fyrir skemmstu, reynsluboltinn Finnur Arnar hannar leikmynd og Eva Björg Harðardóttir er búningahöfundur. Þórarinn Eldjárn er þýðandi verksins.

    Nú geta allir farið að hlakka til að kíkja inn á Sjónarhól í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!