Lína Langsokkur
Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.
Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlistarstjóri: Stefán Már Magnússon
Hljóð: Baldvin Magnússon
Brelluþjálfari: Steve Harper
Danshöfundar: Ágústa Skúladóttir og Katrín Ingvadóttir
Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson og Orri Huginn Ágústsson Hljómsveit : Stefán Magnússon, Unnur Birna Bassadóttir, Björn Stefánsson og Karl Olgeirsson
Börn: Agla Bríet Einarsdóttir, Ágúst Beinteinn Árnason, Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Karlsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Davíð Laufdal Arnarsson, Elva María Birgisdóttir, Gríma Valsdóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir