Lífsins leikur – Hlaðvarp um leiklistina í landinu
Leikhópurinn Leikfjelagið sem Arnfinnur Daníelsson og Halldóra Harðardóttir standa að, hefur hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Lífsins leik. Í fyrsta þætti ræddu þau við formann og framkvæmdastjóra BÍL, þau Guðfinnu Gunnarsdóttur og Hörð Sigurðarson um þessi rúmlega 70 ára samtök áhugaleikfélaga á landinu.
Í öðrum þætti okkar var skyggnst inní starf Leikfélags Keflavíkur sem er 60 ára um þessar mundir og er atorkusamt félag, þar sem sýningin þeirra, Fyrsti kossinn, sem er á fjölum leikhússins þennan veturinn er hundraðasta sýningin sem félagið setur upp..
Ætlun tvíeykisins er að halda áfram umfjöllun leikfélögin í landinu og ástæða til að hvetja leiklistaráhugafólk að fylgjast með.