Leynileikhúsið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leynileikhúsið

    Leynileikhúsið býður uppá almenn leiklistarnámskeið fyrir börn í 2.-10.bekk og framhaldsnámskeið, sem ætluð eru fyrir vana leiklistariðkendur í 5.-10.bekk. Einnig er hægt að sækja söngleikjanámskeið og námskeið í talsetningu teiknimynda hjá Leynileikhúsinu. Almenn leiklistarnámskeið eru alls 12 klukkustundir. Hver leiklistartími er ein klukkustund í senn og fer fram einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið eru 90 mínútur í senn, einnig einu sinni í viku. Kennt er í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, fyrstu tíu skiptin. Lokatíminn er tvöfaldur (11.og 12.tími) og fer fram í leikhúsi, þar sem nemendur fá búninga, leikhúsförðun og æfingu á sviði og sýna svo leiksýningu fyrir aðstandendur.

    Á öllum námskeiðum okkar fær sköpunargleðin, leikur, spuni og samvinna að ráða ríkjum, því megináherslur Leynileikhússins eru ávallt frumsköpun og LEIKGLEÐI.

    Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu.

    Öllum námskeiðum lýkur með sýningu nemenda á eigin verkum, sem fram fara í leikhúsi. Allir kennararnir Leynileikhússins skarta háskólamenntun í leiklist.
     
    www.leynileikhusid.is



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!