Leiklistarskóli BÍL sumarið 2025

Leiklistarskóli BÍL verðu haldin í 28 sinn í sumar og verður starfstími skólans að þessu sinni 21.-29. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði.
Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði: Ágústa Skúladóttir mun kenna Leiklist II, framhald af námskeiðinu Leiklist I sem kennt var í fyrra. Karl Ágúst Úlfsson mun kenna Leikritun II, framhald af Leikritun I, þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð fyrir leikrita- og stuttverkaskrif. Gríma Kristjánsdóttir mun kenna nýtt sérnámskeið sem nefnist Trúðanámskeið fyrir byrjendur. Þá koma einnig fjórir höfundar í heimsókn til að skerpa stíl- eða hönnunarvopnið!
Skólagjald:
Þátttökugjald á námskeið er 116.000 kr. og gjald fyrir Höfunda í heimsókn er 95.000 kr. Skólagjaldið skal vera að fullu greitt í síðasta lagi 1. júní 2025.
Staðfestingargjald er kr. 40.000. Umsókn er þá fyrst gild að búið sé að greiða staðfestingargjald! Staðfestingargjald er óendurkræft nema gegn framvísun læknisvottorðs.
Innifalið í þátttökugjaldi er gisting, matur, kennsla og gögn.
Staðfestingargjald skal greiða fyrir 31. mars