Leiklistarskóli BÍL 2020
Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga verður settur í tuttugasta og fjórða sinn í Reykjaskóla í sumar. Starfstími skólans er frá 13. – 21. júní. Að þessu sinni verður boðið upp á 4 námskeið:
Leiklist II – kennari Hannes Óli Ágústsson
Leikstjórn I – kennari Árni Kristjánsson
Leikarinn sem skapandi listamaður – kennari Rúnar Guðbrandsson
Tjöldin frá – kennarar Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson. Síðastnefnda námskeiðið er framhald á námskeiðinu Bak við tjöldin sem haldið var sumarið 2018.