Leiklistarnámskeið
Mánudaginn 14. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.
Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.
Námskeiðið verður í sex skipti alls, þrjár klst. í senn. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr.
Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.
Tímarnir verða sem hér segir:
Mán. 14. mars. kl. 19.30–22.30
Fim. 17. mars kl. 19.30–22.30
Lau. 19. mars kl. 10.00–13.00
Hlé gert yfir páska.
Mán. 28. mars kl. 19.30–22.30
Fim. 31. mars. kl. 19.30–22.30
Lau. 2. apríl. kl. 10.00–13.00.
Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is.