Leiklistarhópur Halldóru æfir Matilda
Söngleikurinn Matilda verður sýndur í Félagsheimili Bolungarvíkur í lok nóvember. Það er Halldóra Jónasdóttir sem stendur að sýningunni en hún bæði leikstýrir verkinu og hefur þýtt leiktextann og alla söngtextana. Agnes Eva 11 ára og Friðmey Hekla 9 ára deila aðalhlutverkinu en hvor þeirra sýnir tvær sýningar. Auk þeirra leika 25 krakkar frá Vestfjörðum, á aldrinum 8 – 15 ára. Stundum þarf bara lítinn snilling til að gera kraftaverk.
Sýningin er stútfull af gleði, drama, tónlist og sprelli en hún fjallar um lítinn snilling að nafni Matilda, hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og í skólanum þarf hún að horfa upp á mikið óréttlæti. Matilda reynir að berjast gegn öllu óréttlætinu og segir að stundum sé í lagi að gera það sem er bannað.
Höfundur sögunnar er Roald Dahl en Dennis Kelly samdi söngleikinn með tónlist Tim Minchen.
Miðaverð er 1.000 krónur
Fjórar sýningar verða á söngleiknum en verkið nýtir stóran hluta salarins í félagsheimilinu og því eru sýningarnar fjórar.
- 25. nóvember kl. 13 og kl. 16.
- 26. nóvember kl. 13 og kl. 16.