Leiklist frá ýmsum hliðum
Leikarinn, leikstjórinn og CVT þjálfarinn Bjartmar Þórðarson mun bjóða upp á efnismikið og spennandi námskeið hjá Söngsteypunni í Reykjavík á þessari önn og hefst námskeiðið þann 14. september nk. Námskeiðið er ætlað 20 ára og eldri sem hafa brennandi áhuga á leiklist, vilja auka færni sína, styrkja sjálfstraust og kynnast mismunandi nálgunum í leiklistarsköpun. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa reynslu af leiklist sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Um námið
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur fái fjölbreytta innsýn og þjálfun í sköpunarferli leikarans og kynnist betur styrkleikum sínum sem og veikleikum. Unnið er í litlum hóp þar sem andrúmsloft einkennist af trausti og hreinskilni. Þetta krefjandi námskeið gerir leikaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.
- Þjálfun í líkamsbeitingu og leiktækni.
- Complete Vocal raddtæknin kynnt og farið yfir hvernig hún getur gagnast leikurum sem og söngvurum.
- Þjálfun í persónusköpun og textagreiningu.
- Áhrifaríkar aðferðir í senuvinnu kynntar.
- Farið verður í grunnatriði spuna.
- Aðferðir devised-(samsköpunar)leikhússins skoðaðar.
- Farið verður yfir muninn á mismunandi stílum, leikhúsi, kvikmyndum, söngleikjum.
- Rýnt í uppsetningarferli leiksýninga frá ýmsum hliðum.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG VERÐ
Upphaf náms:
1. september 2020
Dagsetningar:
Kennt annan hvern mánudag og fimmtudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá
kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.
Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 í hverjum hóp
Kennari námskeiðsins, Bjartmar Þórðarson, er útskrifaður leikari frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art, leikstjóri frá Rose Bruford College – MA Advanced Theatre Practices, CVT söngkennari frá Complete Vocal Institute og bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands.
Verð og greiðslutilhögun
Námið kostar 79.900 kr.
Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt
Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.
ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS