Leiklestur á nýju verki eftir Birgi Sigurðsson | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leiklestur á nýju verki eftir Birgi Sigurðsson

    er_ekki_nog_ad_elska• Er ekki nóg að elska?
    • Nýtt verk frá höfundi Dags vonar
    • Kristbjörg Kjeld fer með aðalhlutverk

    Verkið Er ekki nóg að elska? eftir Birgi Sigurðsson verður leiklesið á morgun þriðjudaginn 20.janúar kl 10. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þá kemur starfsfólk saman, ásamt listrænum stjórnendum og leikurum og lesa leikritið upphátt. Auk þess kynna leikstjóri, leikmynda- og búningahöfundar hugmyndir sínar og fyrir vikið er fyrsti samlestur oft eins konar hátíðarsamkoma. Þetta er upphaf langrar ferðar sem lýkur með pompi og prakt á frumsýningunni. Allir velkomnir og heitt kaffi verður á könnunni.

    SUM SVIK ERU SVO STÓR AÐ ÞAU VERÐA EKKI GRAFIN
    Er ekki nóg að elska? er raunsæisleg og kraftmikil fjölskyldusaga sem lýsir fjölskylduátökum um leyndarmál sem ekki mega koma upp á yfirborðið því þau sverta þar með minningu mektarmanns. Jarðarför hans stendur fyrir dyrum og ekkjan berst hetjulega fyrir sóma hússins og minningu mikils stjórnmálamanns og hreinskiptins eiginmanns sem hefur gert afar óvenjulega kröfu í erfðaskránni.

    Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Leikritið vann til fyrstu verðlauna, ásamt Kertalogi Jökuls Jakobssonar, í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 1972.

    Dagur vonar var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1987 og 2007 og naut gífurlegra vinsælda í bæði skiptin. Leikritið var einnig tekið upp fyrir sjónvarp og tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989.

    Aðstandendur Höfundur: Birgir Sigurðsson | leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason |Tónlist: Björn Jörundur Friðbjörnsson | Leikmynd: Vytautas Narbutas | búningar: Stefanía Adolfsdóttir | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!