Leikkonan og fíflið
Listahópurinn Kvistur sendir frá sér fjórða leikritið í röð hlaðvarpsleikrita en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. Leikritið er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttir og var skrifað árið 2016 og vann þá meðal annars örleikrita samkeppni Uppsprettunnar. Leikkonan og fíflið fjallar um stöðu leikhússins sem samfélagsrýnis en í gegnum samræður leikkonunnar við fíflið er snert á sögu leikhússins og velt upp spurningum um hlutverk leikarans og áhorfandans.
Leikarar eru Gunnar Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir en Óskar Harðarson sér um tónlist og hljóðmynd.
Verkið er styrkt af Menningarnefnd Hafnarfjarðar