Leikfélagið Borg sýnir 39 þrep | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leikfélagið Borg sýnir 39 þrep

    Leikfélagið Borg frumsýndi 39 þrep eftir Patrick Barlow síðastliðinn laugardag.

    Leikfélagið Borg frumsýndi 39 þrep eftir Patrick Barlow síðastliðinn laugardag. Sýningar verða alla föstudaga og laugardaga í mars kl 20:00.
    Herra Hannay er ósköp venjulegur, einmana piparsveinn í London. Dagar hans eru allir eins og fremur lítið að gerast í lífi hans. Óvænt flækist hann inn í sakamál þegar framið er morð í litlu íbúðinni hans. Þá upphefst flótti um leið og hann reynir að leysa ráðgátu sem skiptir sköpum fyrir loftvarnir landsins. Fallegar konur, stórundarlegur prófessor og lögreglumenn sem eru ekki það sem þeir virðast vera. Hvað verður um Hannay? Mun hann standa af sér allar áskoranirnar? Mun hann lenda í klóm lögreglunnar eða óvinarins? Eða ef til vill klóm ástarinnar? Þetta er æsispennandi glæpasaga sem allir ættu að geta haft gaman af! Margir þekkja samnefnda kvikmynd Hitchcocks sem hann gerði eftir sögu Barlows.

    Sýnt verður föstudaga og laugaradaga kl. 20.00 í Félagsheimilinu Borg. Miðapantanir eru í síma 792-2757. Miðaverð er 3.000 kr. en 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri.
    Passað er vel upp á allar sóttvarnir, númeruð sæti og grímur og spritt á staðnum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!