Kristín ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kristín ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins

    Kristín 1

     

    Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Auglýst var eftir umsóknum í starfið í október sl. en alls bárust 37 umsóknir um starfið.

    Kristín er hagfræðingur frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum og með mastersgráðu í fjármálum frá Cass Business School í London Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Þar áður vann Kristín hjá LVMH Christian Dior og Aurum Holdings í London.

    „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég hef unnið hjá Íslenska dansflokknum s.l. 4 ár og þekki því húsið vel og marga sem hér vinna. Starfið sjálft verður án efa krefjandi en um leið líflegt og spennandi. Borgarleikhúsið hefur iðað af lífi undanfarin ár og það verður gaman að taka þátt í því góða starfi sem þar er unnið,“ segir Kristín.

    Stjórn LR fagnar ráðningu Kristínar og hlakkar til að vinna með henni að öllum þeim verkefnum sem framundan eru hjá Borgarleikhúsinu næstu leikárin.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!