Korobka
Í þessari einföldu en mögnuðu nýsirkussýningu er tekist á við hversdagslega hnúta í samskiptum og samböndum, ófyrirsjáanleika lífsins, ástina, sívaxandi þreytu og tímann sem flæðir hjá í endurtekinni glímu við þyngdaraflið.
Húmor, hreinskilni, sirkuslistir og sviti blandast hér í sýningu sem snertir á sammannlegri reynslu og upplifunum.
Sænska sirkuslistafólkið Henrik og Louise eru ekki aðeins partner-akróbatar, en eru auk þess lífsförunautar, með öllu sem því fylgir; hversdegi, börnum, áhyggjum, ánægju. Þau hafa skapað þessa sýningu sem talað getur til fólks á ýmsum skeiðum lífsins. Henrik er einn af stofnendum Cirkus Cirkör, og þau komu síðast fram á Íslandi í sýningu Cirkör, Wear it like a Crown, sem sýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins á sirkushátíðinni Volcano 2013.
Sýningin hentar fyrir 13 ára og eldri.