Könnunarleiðangur til KOI | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Könnunarleiðangur til KOI

    konnungarleidangurtilkoi stor

    Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið.

    Könnunarleiðangur til KOI er sjálfstætt framhald af leikverkinu MP5 sem vakti mikla athygli í Tjarnarbíói á síðasta leikári.

    Sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson reyna á þolmörk leikhússins með því að fjalla hratt um pólitískt málefni líðandi stundar. Þeir skrifa handrit, æfa, smíða leikmynd og frumsýna á innan við einum mánuði.

    Frumsýning – 29. apríl kl. 20:30
    2. sýning – 5. maí kl. 20:30
    3. sýning – 10. maí kl. 20:30

    Miðaverð er 3.900 kr.
    Miðasala á Midi.is og miðapantanir á midasala@tjarnarbio.is.

    Í MP5 tóku Hilmir og Tryggvi fyrir byssumálið svolkallaða, er vopnvæða átti almenna lögreglu á Íslandi, en núna taka þeir fyrir flóttamannavandann og viðbrögð okkar við honum.

    Umsagnir um MP5:

    „Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktaktsem á vel við sviðssetninguna og skapar þar af leiðandi gott jafnvægi sín á milli. (MP5) er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús…“ – Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið

    „…frábærir leikarar og frábært handrit…“ – Djöflaeyjan / RÚV

    „Rífandi skemmtileg leiksýning…“ – TMM.is



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!