Könnunarleiðangur til KOI
Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið.
Könnunarleiðangur til KOI er sjálfstætt framhald af leikverkinu MP5 sem vakti mikla athygli í Tjarnarbíói á síðasta leikári.
Sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson reyna á þolmörk leikhússins með því að fjalla hratt um pólitískt málefni líðandi stundar. Þeir skrifa handrit, æfa, smíða leikmynd og frumsýna á innan við einum mánuði.
Frumsýning – 29. apríl kl. 20:30
2. sýning – 5. maí kl. 20:30
3. sýning – 10. maí kl. 20:30
Miðaverð er 3.900 kr.
Miðasala á Midi.is og miðapantanir á midasala@tjarnarbio.is.
Í MP5 tóku Hilmir og Tryggvi fyrir byssumálið svolkallaða, er vopnvæða átti almenna lögreglu á Íslandi, en núna taka þeir fyrir flóttamannavandann og viðbrögð okkar við honum.
Umsagnir um MP5:
„Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktaktsem á vel við sviðssetninguna og skapar þar af leiðandi gott jafnvægi sín á milli. (MP5) er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús…“ – Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið
„…frábærir leikarar og frábært handrit…“ – Djöflaeyjan / RÚV
„Rífandi skemmtileg leiksýning…“ – TMM.is