Jólaboðið
Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í fjörugri og óvenjulegri sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið.
Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólum, á ólíkum áratugum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; tvær heimsstyrjaldir, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og ýmis umskipti í hugsunarhætti fólks. Fjölskyldan reynir í senn að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og viðhalda gömlum venjum, en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina æ ofan í æ úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!