Jól á náttfötunum
Gunni og Felix bjóða öllum börnum og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Gaflaraleikhúsinu alla sunnudaga á aðventunni.
Gunni er ákveðinn í því að gefa Felix bestu jólagjöf í heimi þar sem honum finnst gjafir Felix hafa verið betri í gegnum tíðina. Gjöfin góða er á leiðinni og Felix, já og Gunni líka eru að farast úr spenningi.
Hinsvegar … er klukkan alveg að verða sex á aðfangadag og þeir félagar enn í náttfötunum og það er alveg að fara með Felix.
Söngur, gleði, kósíheit, jólasiðir, grín og spenna í anda Gunna og Felix. Ps. Svo er fullkomið að heimsækja Jólaþorpið fyrir eða eftir sýningu.