Jo Strømgren Kompani í Tjarnarbíó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Jo Strømgren Kompani í Tjarnarbíó

    eldhúsið stór

    Leiksýningin Eldhúsið segir frá eldri manni og lítilli stelpu, tveimur ólíkum persónum, sem finna autt hús. Þau vilja bæði búa í húsinu en það er óljóst hver var fyrri til að finna það. Upphefst galsafullur leikur um það hver á réttinn til að búa í húsinu. Geta þau kannski bara mögulega búið þar bæði?

    Mikið stuð og leikgleði prýðir þessa sýningu og skemmtilegar leikhúslausnir í anda Jo Strømgren.

    Leiksýningin Eldhúsið var sett saman árið 2012 og er fyrsta sýning Jo Strømgren sem er sérstaklega ætluð börnum og hentar fullkomlega fyrir aldurinn 5-12 ára. Fólk á öllum aldri getur þó skemmt sér þar sem húmorinn er lúmskur. Sýningin er 50 mín. að lengd.

    Eldhúsið hefur verið sýnd um 200 sinnum vítt og breitt um Noreg og fær einstaklega góðar viðtökur hjá krökkum. Jafnvel þeir órólegustu sitja á sínum stað og fylgjast með sýningunni, enda er mikið að gerast á sviðinu og snörp atriðaskipti.

    Leikarar: Ívar Örn Sverrisson og Hanne Gjerstad Henrichsen.

    Jo Strømgren Kompani var stofnað árið 1998 í Noregi og hefur síðan þá orðið ein þekktasti sjálfstæði leikhópur í Skandinavíu. Flokkurinn hefur ferðast með verk sín um fleiri en 50 lönd og u.þ.b. 150 sýningar eru haldnar árlega, bæði í stórum þjóðleikhúsum og smærri stöðum. Þau eru einnig þekkt fyrir námskeiðin sem þau halda.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!