Íslenski dansflokkurinn með 11 tilnefningar
Íslenski dansflokkurinn hlaut 11 tilnefningar til Grímunnar. Þar ber hæst að nefna tilnefningu dansverksins Black Marrow sem Sýningu ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem dansverk er tilnefnt í þeim flokki. Allar tilnefningar flokksins eru þessar:
Sýning ársins:
– Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet
Tónlist ársins:
– Ben Frost fyrir tónlistina í Black Marrow
Danshöfundur ársins:
– Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet fyrir Black Marrw
– Damien Jalet fyrir Les Médusées
– Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui fyrir Sin
– Ásrún Magnúsdóttir fyrir Stjörnustríð 2
Dansari ársins:
– Einar Aas Nikkerud fyrir Sin
– Halla Þórðardóttir fyrir Les Médusées
– Halla Þórðardóttir fyrir Meadow
– Hjördís Lilja Örnólfsdóttir fyrir Les Médusées
– Þyri Huld Árnadóttir fyrir Sin