Improv Ísland | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Improv Ísland

    improvisland stór

    Improv Ísland er með vikulegar grínsýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudögum.

    Hver sýning er spunnin á staðnum út frá einu orði úr sal og ekkert er ákveðið fyrirfram. Nýtt leiklistarform í senunni hér á landi.

    Improv Íslands er nýr leikhópur sem sérhæfir sig í langspuna. Hver sýning er spunninn á staðnum út frá einu orði áhorfenda. Ekkert er ákveðið fyrirfram, ekkert handrit er að sýningunum og er því hver sýning frumsýning og lokasýning. Improv Ísland getur lofað áhorfendum því að sama hversu oft þeir koma, þeir munu aldrei sjá sömu sýninguna. Miðinn kostar líka einungis 1500 kr. svo líklega er um að ræða ódýrustu leikhússýningu landsins.

    Langspuni er mjög vinsæll víða um heim þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Margir af frægustu gamanleikurum Bandaríkjanna koma úr spunasenunni og má sem dæmi nefna Tinu Fey, Will Ferrell, Steve Carrell, Amy Poehler og Aziz Ansari.
    Improv Ísland er rétt rúmlega eins árs gamalt en tók þátt í Del Close spunamaraþoninu í New York í júní sl. Þar sýna allir helstu spunahópar heims spunasýningar viðstöðulaust í þrjá sólahringa. Síðustu tvær Menningarnætur hefur hópurinn staðið fyrir spunamaraþoni í Þjóðleikhúskjallaranum. Í bæði skiptin komust mun færri að en vildu. Improv Ísland hefur einnig flutt inn nokkra af stærstu kennurum og leikurum spunasenunnar í Bandaríkjunum. Á frumsýningunni 3. febrúar munu Suzi Barrett og Rebecca Drysdale sýna með hópnum en þær munu einnig halda námskeið fyrir lengra koman í kringum heimsókn sína. Báðar sýna þær í UCB leikhúsinu í New York en Rebecca Drysdale er einnig handritshöfundur í gamanþáttunum Key and Peele.

    Dóra Jóhannsdóttir leikkona er stofnandi langspunasenunar hérlendis. Hún hefur lært langspuna í hinu þekkta UCB leikhúsi síðastliðin 3 ár og komið reglulega til Íslands til að kenna námskeið. Síðan þá hafa um 300 manns sótt námskeið á vegum Improv Íslands undir leiðsögn Dóru. Leikhópur Improv Ísland samanstendur svo af 20 spunaleikurum úr öllum áttum og sýnir hópurinn nokkur mismunandi form spunans, m.a. söngleikjaspuna þar sem heill söngleikur er spunninn á staðnum með píanóleikaranum Karli Olgeirssyni.

    Sýningar verða alla miðvikudaga í Þjóðleikhúskjallaranum og hefjast kl. 19:30 Miðasala fer fram á midi.isleikhusid.is og í síma 551 1200.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!