Í öruggum heimi | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Í öruggum heimi

    Leikfélagið Hugleikur frumsýndi Í öruggum heimi – stuttverk Júlíu Hannam, þann 4. nóvember.

    Júlía Hannam er höfundur sex stuttverka sem munu gleðja áhorfendur og aðdáendur Leikfélagsins Hugleiks nú í nóvemberbyrjun. Júlía lærði leiklist í The Stage Group Theatre í San Francisco stuttu eftir menntaskóla. Eftir að heim kom stofnaði hún fjölskyldu og dreif sig síðan í nám í viðskiptafræði og vann við það í mörg ár. Leiklistaráhuginn var þó alltaf fyrir hendi og um miðjan tíunda áratuginn kynntist hún leikfélaginu Leyndum draumum þar sem hún síðan varð félagi og fljótlega formaður. Nokkrum árum síðar lá leiðin í Hugleik en þar var hún félagi í hálfan annan áratug og lék, skrifaði og leikstýrði ásamt því að vera stjórnarmaður til margra ára. Fyrir manneskju með leiklistarbakteríuna í blóðinu var þetta hið fullkomna tómstundagaman með hinu daglega harki.

    Í dag er Júlía ein þeirra mætu leikkvenna sem starfa undir hattinum Leikhúslistakonur 50+ og þar er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Hún mun einnig leika í Borgarleikhúsinu í janúar næstkomandi, í verkinu Marat Sade sem Lab Loki setur á svið í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.

    „Ástæðan fyrir því að stuttverkin sex eru sett á svið, segir Júlía, er sú að mig langaði til að styðja Hugleik, mitt gamla leikfélag. Hugmyndina fékk ég frá góðri vinkonu sem gerði slíkt hið sama nú síðastliðið vor, þá í tilefni stórafmælis hennar. Mér fannst þetta svo sniðugt – og átti nóg til í sarpinum sem hafði komið áður á fjalirnar og þótti skemmtilegt. Þannig að ég valdi nokkra einþáttunga með aðstoð góðra kvenna og þykir gaman að því að þeir fái að lifna aftur við á sviðinu jafnframt því að styrkja gott málefni.

    Umfjöllunarefni Júlíu er gjarnan hversdagsleikinn og hverfulleiki lífsins, draumar okkar og þrár.

    Þættirnir eru samdir yfir um 10 ára tímabil og geta þeir sem hafa áður fengið að njóta þeirra á sviðinu hlakkað til að sjá verkin nú í nýjum búningi.

    Sýningar verða þann 4. og 5. nóvember klukkan átta í Funalind 2, húsnæði Leikfélags Kópavogs. Miða má finna og panta á heimasíðu Hugleiks og miðinn kostar 2000 kr. Það verður posi á staðnum og einnig er hægt að greiða með peningum. Hugleikur er eitt þeirra áhugaleikfélaga sem naut ekki góðs af styrk frá sínu bæjarfélagi nú í ár og því um að gera að taka frá kvöldstund, styrkja listina og njóta góðrar sýningar.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!