Hvað ef sósan klikkar? | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hvað ef sósan klikkar?

    Gunnella Hólmarsdóttir sýnir leikverkið Hvað ef sósan klikkar? 
    í Tjarnarbíó í apríl og maí.

    Kæri áhorfandi, fáðu þér sæti á fremsta bekk og vertu vitni að hinum stórkostlega matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? þar sem hin stórglæsilega Gunnella Hólmarsdóttir ætlar að matreiða fyrir okkur í beinni útsendingu og allt getur gerst! 

    En hvernig er þessi matreiðsluþáttur frábrugðin öðrum? Í þessum þætti þarf Gunnella að stýra upptöku, skemmta áhorfendum, sjá um auglýsingar og elda allan matinn frá grunni og það með klukkuna tifandi yfir sér. Nær hún að höndla hitann? Eða þarf hún að fara úr eldhúsinu?

    Jiii ég hefði nú bakað ef ég hefði vitað að þið væruð að koma!
    Matreiðslubækur eru áhugaverðar heimildir um líf fólks. Yfirleitt hafa slíkar bækur verið nýttar í matarfræðilegar rannsóknir, en nú eru þær í vaxandi mæli notaðar til að rannsaka hlutverk húsmæðra og hvernig það hefur breyst í tíma og rúmi. Þess vegna er spennandi að skoða hvað þessar bækur sögðu lesendahópi sínum um hvernig hin „rétta“ húsmóðir átti að fara að og skoða hvaða áhrif bækurnar hafa haft á konur tuttugustu aldar.

    Afsakið útgangin á mér!
    Er pressan um að vera hin góða húsmóðir búin að lúta lægra haldi fyrir framakonunni eða þarf hin nútíma kona mögulega að vera bæði framakona, góð húsmóðir, falleg og í góðu líkamlegu formi? Þarf hún mögulega að fylgjast enn betur með „tísku“ eldamennskunnar en áður þurfti? Þarf hún að kunna að elda Ketó – LKL – Vegan – glútenfrítt og sykurlaust? Hugsa um börnin og súrinn? Sinna hundinum, makanum, vinkonunum, tengdó og mæta í Kokteilaklúbbinn? Hafa tíma fyrir ræktina, þvottinn, veikindadaga barnanna og allt það sem Þriðja vaktin inniber! Passa svo að deila rétta efninu á samfélagsmiðlunum svo hún nái að skemmta „fylgjendum“ sínum þar. 

    Mikið ertu dugleg!
    Hvað er það sem hafði þessi áhrif á Gunnellu og fjölda annara kvenna? Eru þær með gallað DNA eða er eitthvað úr þeirra umhverfi sem hefur haft áhrif á taugaáföll kvenna yfir höfuð? 
    Eru matreiðslubækur hluti af þeim áhrifum?



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!