Hugmyndir Antonins Artaud í forgrunni | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hugmyndir Antonins Artaud í forgrunni

    utvarps stór

    Næstu sunnudaga verða fluttir þrír þættir í Útvarpsleikhúsinu þar sem hugmyndir franska leikhúsmannsins Antonins Artaud verða í forgrunni en hann var meðal merkustu frumkvöðla á sviði leiklistar á 20.öldinni.

    Flutt verða tíu stuttleikrit og einleikir eftir ritlistarnema í Háskóla Íslands og nemendur á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, auk eins eftir umsjónarmann þáttanna en öll verkin eru samin í anda Antonins Artaud, og hugmynda hans um leikhús grimmdarinnar. Guðrún Kristinsdóttir og Trausti Ólafsson flytja texta eftir Artaud auk þess sem sagt verður frá honum og verkum hans.

    Höfundar leikþátta: Eyþór Gylfason, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Valdimar Pálsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Brynjólfsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Trausti Ólafsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

    Leikstjórar: Ásdís Skúladóttir, Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Trausti Ólafsson,  Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Auk þess koma 34 leikarar og flytjendur fram í þáttunum.

    Eva Sóley Sigurðardóttir og Sigrún Valdimarsdóttir unnu að samsetningu og uppbyggingu handrits þáttanna ásamt Trausta Ólafssyni sem hafði umsjón með gerð þeirra.

    Kjartan Holm er höfundur frumsaminnar tónlistar sem flutt er í þáttunum.

    Umsjón: Trausti Ólafsson.

    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.

     

    Í 1. þætti má heyra:

    Waldeck-málið eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason
    Persónur og leikendur:
    Anton Waldeck: Arnmundur Ernst Backman
    Thompson rannsóknarlögreglumaður: Baltasar Breki Samper
    Howard: Eysteinn Sigurðarson
    Prestur: Albert Halldórsson
    Stúlka: Kristín Pétursdóttir
    Leikstjórn: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
    Upprisa Artaud eftir Sigrúnu Valdimarsdóttur.
    Rödd: Jón Júlíusson
    Leikstjórn: Sigrún Valdimarsdóttir

     

    Ég er leikhúsið eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur
    Persónur og leikendur:
    Rödd af segulbandi: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
    Antonin Artaud: Guðrún Kristinsdóttir og Trausti Ólafsson
    Leikstjórn: Trausti Ólafsson

     

    Manséttan eftir Rakel Brynjólfsdóttur
    Persónur og leikendur:
    Kona: Anna Kristín Arngrímsdóttir
    Sonur hennar: Jakob Þór Einarsson
    Útvarpsþulur: Anna Sigríður Einarsdóttir
    Leikstjórn og lestur sviðslýsinga: Ásdís Skúladóttir

     

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!