Hávamál
Nú fagnar Möguleikhúsið 25 ára afmæli með uppsetningu á leikverkinu Hávamál eftir Þórarin Eldjárn og leikhópinn. Leikstjóri er daninn Torkild Lindebjerg, en hann leikstýrði sýningunni Tveir menn og kassi hjá Möguleikhúsinu, sem tilnefnd var til Grímuverðlauna 2004.
Unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að undarlegu tré þar sem þeim birtist dulafullur maður er kemur undarlega fyrir. Er hann kominn til að hjálpa, eða aðeins til að rugla þær í ríminu? Er þetta geðsjúklingur, helgur maður, tröll eða jafnvel hinn forni guð Óðinn?
Hann skiptir sífellt um hlutverk, talar öðrum þræði í bundnu máli og misskiljanlegum heilræðum, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli.
Á tíu ára afmæli Möguleikhússins árið 2000 var leikverkið Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn frumsýnt á Listahátíð. Sýningin hlaut góðar viðtökur, vann til Grímuverðlauna og var sýnd á leiklistarhátíðum viða um lönd.
Fyrir áhorfendur frá 10 ára aldri.
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.