Hanna Dóra Sturludóttir
Hanna Dóra Sturludóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin um helgina í flokknum Söngkona ársins í sígildri og samtímatónlist. Hún er ein þriggja söngvara í sýningum Íslensku óperunnar í vetur sem hlutu verðlaunin fyrir árið 2014, en auk hennar hlaut Elmar Gilbertsson verðlaunin í flokknum Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist, og Oddur Arnþór Jónsson var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist.
Til hamingju öll!