Hádegisleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína á ný með verki eftir Jón Gnarr | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hádegisleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína á ný með verki eftir Jón Gnarr

    Gói og Pálmi Gests fara á kostum í verkinu.

    Þjóðleikhúsið frumsýndi nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í Hádegisleikhúsinu í gær. Verkið er bráðfyndið þar sem Gói og Pálmi Gests fara á kostum. Tveir menn hafa verk að vinna. Þeir hafa unnið svo lengi saman að þeir gerþekkja hvor annan. Eða hvað? Einstaklega skemmtilegur gamanleikur sem kemur á óvart.

    Fjögur ný íslensk verk voru valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. Verkið eftir Jón Gnarr er þriðja verkið sem tekið er til sýninga í Hádegisleikhúsinu. Auk Jóns, voru verk eftir Bjarna Jónsson, Hildi Selmu Sigurbjörnsdóttur og Sólveigu Eir Stewart valin til sýninga.

    Hádegisleikhús Þjóðleikhússins tók til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara. Þar sjá gestir sýningu á nýju íslensku leikriti um leið og þeir snæða léttan hádegisverð. Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á bilinu 12:00 -12.15. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!