Gunnella Hólmarsdóttir starfar við sitt allra helsta áhugamál!
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er 32 ára leikkona, lærð í Kaupmannahöfn. Gift, 2 barna móðir. Reykjavíkurmær sem elskar kaffi, súkkulaði og nýja skó. Ég var að klára að frumsýna Moulin Rouge í uppsetningu NFS. Þar sem ég sá um að skrifa handritið, íslenska söngtexta og leikstýra.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Á mörkum nauts og tvíbura.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég ætlaði að verða dansari, tannlæknir, leikari, tómstundafræðingur eða leikstjóri. Ég er búin með helminginn 😉
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Minn helsti kostur og galli er þrjóskan.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ítölsk sjávarrétta pizza.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Ég man það ekki! Það eina sem ég hef séð seinustu mánuði er Moulin Rouge. En næst á dagskrá er að fara að sjá Hystory. Get ekki beðið.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Ég á eiginlega of mörg áhugamál. Þannig að ég næ aldrei að sinna þeim öllum eins mikið og ég vildi. En ætli dans og að breyta gömlu í nýtt sé ekki þau helstu. Annars er ég svo heppin að fá að starfa við mitt allra helsta áhugamál.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Ætli ég hlusti ekki mest á íslenska tónlist. Annars er eins og ég sé föst í einhverri fortíðar þrá. Ég hlusta mun meira á gamla tónlist en nýja. Fátt skemmtilegra en að ramba á gömul lög frá unglingsárunum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Þegar símar hringja á leiksýningum.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Snæfellsnes. Elska að vera nálægt jöklinum og finna kraftinn frá fjöllunum og sjónum.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Ég bjó í Kaupmannahöfn í 6 ár svo þar á ég marga uppáhalds staði. Einnig er lítil ísbúð í Novellara á ítalíu þar sem heimsins besti ís fæst. Get ekki sleppt því að nefna hana.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Himea.
Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Kvöldin.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Bað.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Kröftug.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Endilega kíkið í heimsókn í Moulin Rouge og sjáið stórkostlega hæfileikaríkt ungt fólk takast á við frábært verk um magnaða karaktera sem gerðu sitt besta til að upplifa listina og þá list að elska.