Guðmundur Ingi Þorvaldsson ætlaði að verða rokkstjarna
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós, kennari og leikari.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Krabbi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Rokkstjarna.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Dugnaður og Innsæi. Óþolinmæði.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Nautkjöt beint frá býli.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Skepnu í Tjarnarbíó.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Leiklist, hestar, skíði, glíma.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Akkúrat núna rokk og ról frá sjötta áratugnum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óheiðarleiki og leti.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Reykholtsdalurinn minn.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Þykir alltaf vænt um London.
Flytja til London eða New York?
New York.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Lesa.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Bað.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Forvitinn.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Lífið eilíft. Það er núna.