Guðjón Davíð Karlsson – Gaman að svara þessum spurningum! Vúhúúúúúúú.
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er sonur, eiginmaður, faðir, frændi og svo mætti lengi telja. En ég hef atvinnu af því að leika, segja sögur og semja sögur. Ég vinn í Borgarleikhúsinu sem leikari og hjá Rúv sem leikari, umsjónarmaður og handritahöfundur af Stundinni okkar. Svo vinn ég fyrir sjálfan mig þess á milli.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Hrútur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Leikari, læknir, kokkur og lögga. Aðallega leikari samt. Draumar geta ræst.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Ég myndi segja að minn helsti kostur sé að ég kýli á hlutina og er ekkert að velta þeim um of fyrir mér. Minn helsti galli er að ég kýli á hlutina og er ekkert of mikið að velta þeim fyrir mér.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Góð nautasteik. Það toppar hana ekkert!
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Öldin okkar með Hundi í óskilum. Þetta er frábær sýning. Ég dáist að þeim. Þetta eru svo mikil hæfileikabúnt. Ágústa Skúla leikstýrði þeim með bravör! Frábær sýning.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Eldamennska. Mér þykir ótrúlega gaman að elda, sérstaklega eitthvað svona veislu-ish. Finn mikla slökun í því. Svo hef ég mikinn áhuga á að spila og syngja tónlist og gamlir bílar.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Allskonar. Er mikið að hlusta á íslenska tónlist þessa dagana. Sem ég sit hér er ég að hlusta á Nýdönsk. Þeir klikka aldrei!
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér. Það að láta eitthvað fara í taugarnar á sér er val.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Hálendið.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Hvar sem er ef konan mín og börnin mín eru með og sólin skín.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Kvöldin.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Ruglaður.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Rosalega gaman að svara þessum spurningum! Vúhúúúúúúú.