Gripahúsið – Nýtt íslenskt verk
GRIPAHÚSIÐ
– Þetta reddast –
Védís Sigurðardóttir og uppkomin börn hennar hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði, með flatskjá og ferðabæklinga sér til huggunar. Eftir langan vetur er væntingavísitalan veik, en þegar völvan í símanum boðar betri tíð birtast teikn á lofti um kósístundir og creme brulée á nýrri kennitölu.
Er hið langþráða vor Védísar loksins komið, með kokteilum á hvítum sandströndum, eða er lóan í ruglinu?
Gripahúsið er glænýtt íslenskt leikrit eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er svört kómedía og fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk.
Fjölskyldan í verkinu, eins og þjóðin sem hún tilheyrir, á í stormasömu sambandi við raunveruleikann og hefur meðal annars keyrt sig í þrot við rekstur sólbaðsstofu og minkabús. Þrátt fyrir það eru draumarnir enn mikilfenglegir og stutt í skýjaborgir byggðar á sandi.
Þegar fortíðin bankar upp á í líki kaldhæðnu dótturinnar Urðar sem á harma að hefna eru átök óumflýjanleg.
Leikarar eru Bryndís Petra Bragadóttir, Albert Halldórsson, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Leikstjóri og höfundur er Bjartmar Þórðarson.
SÝNINGARTÍMAR:
26. febrúar, 20:30
28. febrúar, 20:30
6. mars, 20:30
11. mars, 20:30
13. mars, 20:30