Góða ferð inn í gömul sár | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Góða ferð inn í gömul sár

    Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir Evu Rún Snorradóttur.

    ATHUGIР– Verkið er upplifunarverk í tveimur hlutum.

    Fyrri hluti er í formi hljóðverks sem hefst kl. 18:30 – nánari upplýsingar eru sendar í tölvupósti til gesta eftir miðakaup.
    Seinni hluti verksins hefst kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu.

    Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir Evu Rún Snorradóttur sem var annað af leikskáldum Borgarleikhússins á síðasta leikári. Hér er á ferðinni stórmerkilegt upplifunarleikhús þar sem Eva Rún kafar í HIV faraldurinn sem geisaði hér á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með viðtölum og heimildasöfnun. Áhorfandanum er boðið í ljóðrænt en magnað ferðalag gegnum heimsfaraldur sem, ólíkt þeim sem nýverið geisaði, var sveipaður skömm og þaggaður niður. Fyrri hluti sýningarinnar er hljóðverk sem gestir hlusta á í einrúmi en í síðari hluta er boðið á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem lífinu er fagnað um leið og leitað er leiða til að heila sárin.

    HIV faraldurinn á Íslandi hefur í raun ekki verið gerður upp í listheiminum og fórnarlamba hans ekki minnst með sambærilegum hætti og annarra sem látið hafa lífið af völdum sjúkdóma eða náttúruhamfara. Þetta er þó að breytast í nýjum heimi þar sem jaðarsettir hópar eru loksins að öðlast rödd. Samfélagslegt mikilvægi þess að geta litið söguna sem og samtímann með nýjum gleraugum nýrra tíma verður seint ofmetið.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!