Gísli Örn Garðarsson er nokkuð umburðalyndur!
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Er að jafna mig eftir Edduhátíðina í gær…og var að sjá að það er sýning númer 100 á Hjarta Hróa Hattar sem ég setti upp í Toronto í janúar.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Bogmaður.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Hvorki leikari, leikstjóri né framleiðandi…svo mikið er víst.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Árni Pétur Guðjónsson leikari er best til þess fallin að svara því…
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Fiskur.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Sá einstaklingsverkefni Listaháskóla Íslands. Þrusu efnilegir leikarar sem eru á leiðinni í bransann…
Hvaða áhugamál áttu þér?
Hesta, fimleika…
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Þessa dagana hef ég verið að hlusta mikið á Elly Vilhjálms.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Er nokkuð umburðalyndur gagnvart flestu.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Sækambur Eystri.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Noregur.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Get ekki gert upp á milli.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Vísa þessu á Árna Pétur Guðjónsson leikara…
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég hitti Árna Pétur Guðjónsson í gær og það rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er stórkostlegur.