Gauragangur í Reykjadal
Leikdeild Eflingar frumsýndi á dögunum söngleikinn góðkunna Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur og tónlistarstjórn Péturs Ingólfssonar. Tónlistin í verkinu er eftir meðlimi í Nýdönsk.
Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal og er það sett upp á nýstárlegan hátt þar sem leikið er í miðjum salnum en áhorfendur sitja allt í kring. Að venju sitja leikhúsgestir við lítil kaffiborð og gefst kostur á að kaupa kaffi og vöfflur af Kvenfélagi Reykdæla fyrir sýningu og í hléi.
Miðinn kostar 3500 kr á fullu verði en afsláttur er veittur þeim yngri en 16 ára, eldriborgurum og öryrkjum. Þá gefst félagsmönnum í Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélagi Húsavíkur kostur á að fá afsláttarmiða hjá sínum stéttarfélögum áður en komið er á leiksýningu og fá þannig 1000 kr. afslátt.
Húsið opnar 30 mínútum fyrir sýningu en fyrir miðapantanir. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hringja í síma 618-0847, senda tölvupóst á netfangið umfefling@gmail.com eða senda skilaboð í gegnum Facebook.
Næstu sýningar
Sun. 19. feb kl. 20:30 UPPSELT
Þri. 21. feb. kl. 20:30
Sun. 26. feb kl. 20:30
Fös. 3. mars kl. 20:30
Lau. 4. mars kl. 20:30
Sun. 5. mars kl. 16:00
Sun. 12. mars kl. 20.30