Frumsýning
Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi.
Sími látins manns fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm.
„Það er eins og þegar allir eru með kveikt á símanum, sé enginn í sambandi. Eins og við séum öll að hverfa því meira sem við tengjumst. “
Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála.
Leikstjóri: Charlotte Bøving
Leikarar: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir
Þýðing: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
Leikmynd og búningar: Fanney Sizemore
Lýsing: Arnar Ingvarsson
Förðun: Steinunn Þórðardóttir
Tæknimaður: Kristinn Ágústsson
Næstu sýningatímar:
23. maí, kl. 20:30
24. maí, kl. 20:30
3. júní, kl. 20:30
4. júní, kl. 20:30