Slá í gegn – forsölutilboð til 1. febrúar
Nýr, íslenskur söngleikur, þar sem stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim! Tónlistin í söngleiknum er sótt í smiðju Stuðmanna.
Guðjón Davíð Karlsson, Gói, semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og slá ærlega í gegn!
Útkoman er bráðfyndin, glæsileg og æsispennandi sýning þar sem við sögu koma séra Baddi hnífakastari, skeggjaða konan, Frímann flugkappi og fleiri stórskemmtilegar persónur.
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!