Fimm bestu sýningar leikársins valdar
Þetta eru eftirfarandi sýningar í frumsýningaröð:
OFSI í uppfærslu leikhópsins Aldrei óstelandi. Leikstjóri: Marta Nordal. Leikgerð eftir skáldsögu Einars Kárasonar gerð af Mörtu Nordal, leikhópnum og Jóni Atla Jónassyni. Frumsýnt í Kassanum 23. nóvember 2014.
SJÁLFSTÆTT FÓLK – HETJUSAGA í uppfærslu Þjóðleikhússins. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikgerð eftir skáldsögu Halldórs Laxness gerð af Atla Rafni Sigurðarsyni, Ólafi Agli Egilssyni og Símoni Birgissyni. Frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 26. desember 2014.
DÚKKUHEIMILIÐ eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Borgarleikhússins. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 30. desember 2014.
HYSTORY eftir Kristínu Eiríksdóttur í uppsetningu leikhópsins Sokkabandið. Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson. Frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins 27. mars.
ENDATAFL eftir Samuel Beckett í uppsetningu leikhópsins Svipa. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói 1. maí 2015.