Fiðlarinn á þakinu
Víðfrægi og sívinsæli stórsöngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var frumsýndur fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 í Freyvangsleikhúsinu.
Um að gera að koma og heimsækja rússneska smáþorpið Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevye býr ásamt fjölskyldu sinni. Kynnist lífi lítils gyðingasamfélags, þar sem þorpsbúar lifa í föstum skorðum, mótuð af aldagömlum hefðum og siðvenjum. Sjáið hvaða átök verða þegar æskan sýnir gömlu siðunum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráð för.
Þessi bráðskemmtilegi söngleikur er eitt það stærsta sem hefur verið sett upp á fjölum Freyvangsleikhússins.
15. sýning fös 10. apríl kl. 20
– UPPSELT –
16. sýning lau 11. apríl kl. 20
– UPPSELT –
17. sýning fös 17. apríl kl. 20
– ÖRFÁ SÆTI LAUS –
18. sýning lau 18. apríl kl. 20
19. sýning fös 24. apríl kl. 20
20. sýning lau 25. apríl kl. 20
Miðasala er í fullu fjöri í síma 857-5598 virka daga á milli kl. 18-20 og 17-20 sýningardaga. Einnig er hægt að senda póst á freyvangur@gmail.com og á Facebook síðu félagsins www.facebook.com/freyvangur