Ellly
Síðasta uppklappið
Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á einni dáðustu söngkonu þjóðarinnar. Misstu ekki af þessu vinsæla verki sem varpar ljósi á viðburðaríkt líf sem var á sínum tíma efni í safaríkar sögusagnir og slúður þótt Elly reyndi að forðast sviðsljós fjölmiðla eftir megni.
Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.
Í samstarfi við Vesturport.