Ellen B. valinn sýning ársins
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Leiksýningin Ellen B. var valinn sýning ársins auk þess sem Benedict Andrews fékk verðlaun sem leikstjóri ársins og Benedikt Erlingsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki.
Stórleikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Hlaut hann viðurkenninguna „fyrir framúrskarandi og ómetanleg störf í þágu íslenskrar leiklistar“.
- Sýning ársins: Ellen B.
- Leikrit ársins: Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
- Leikstjóri ársins: Benedict Andrews – Ellen B.
- Leikari í aðalhlutverki: Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan
- Leikari í aukahlutverki: Benedikt Erlingsson – Ellen B.
- Leikkona í aðalhlutverki: Nína Dögg Filippusdóttir – Ex
- Leikkona í aukahlutverki: Íris Tanja Flygenring – Samdrættir
- Leikmynd: Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
- Búningar: Alexía Rós Gylfadóttir og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir – Geigengeist
- Lýsing: Kjartan Þórisson – Geigengeist
- Tónlist: Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist
- Hljóðmynd: Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan
- Söngvari: Björgvin Franz Gíslason – Chicago
- Dansari: Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
- Danshöfundur: Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
- Dans- og sviðshreyfingar: Lee Proud – Chicago
- Barnasýning ársins: Draumaþjófurinn
- Sproti ársins: Grasrótarstarf óperulistamanna
- Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2023: Arnar Jónsson