Eldbarnið, söfnun á Karolina fund | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Eldbarnið, söfnun á Karolina fund

    eldbarnidSkaftáreldar eru sögusvið Möguleikhússins í nýju barnaleikriti, þar sem þessir afdrifaríku atburðir Íslandssögunnar eru séðir frá sjónarhóli barns. Lítil stúlka virðist mega sín lítils þegar veröldin tekur hamskiptum og hætturnar virðast búa við hvert fótmál. En hugrekki og hjartahlýja reynast tryggir förunautar á óvissutímum.

    Eldbarnið verður frumsýnt í Tjarnarbíói laugardaginn 7. febrúar.

    Hér er slóð á söfnunina https://www.karolinafund.com/project/view/735

    Sólveig er söguhetjan í þessu nýja leikriti Möguleikhússins. Eftir gríðarlega jarðskjálfta verður stórt eldgos og skömmu seinna steypist hraunstraumur ofan af hálendinu. Sólveig og móðir hennar verða að flýja upp í fjallshlíð, þaðan sem þær horfa á bæinn sinn fara undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli. Sólveig lendir í ævintýralegum aðstæðum sem hljóma fjarstæðukenndar fyrir íslensk börn í dag en voru raunverulegar á þessum tímum.

    Hér heldur Möguleikhúsið áfram umfjöllun um mannlíf í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðinda, en síðasta vetur frumsýndi það einleikinn Eldklerkinn sem hlaut afburðagóðar viðtökur. Að þessu sinni eru atburðirnir skoðaðir frá sjónarhóli ungrar stúlku í nýju barnaleikriti sem ætlað er áhorfendum frá 9 ára aldri.

    Frumsýning verður í Tjarnarbíói 7. febrúar.

    Höfundur: Pétur Eggerz
    Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
    Leikmynd og búningar: Guðrún Øyahals
    Tónlist: Kristján Guðjónsson
    Leikarar: Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz
    Sérlegur ráðgjafi við handritsgerð: Kristín Helga Gunnarsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!