Eddan
Verkið fjallar um leikkonu á besta aldri að nafni Edda Björgvinsdóttir. Leikkonan er boðuð í viðtal í vinsælan spjallþátt til að ræða um feril sinn og slá á létta strengi.
Stjórnandi þáttarins, Gunnar Hansson, og aðstoðarmaður hans, Bergþór Pálsson, átta sig þó fljótlega á að leikkonan hefur aðrar hugmyndir um þáttinn en þeir. Lengi getur vont versnað og sjaldan hefur það átt betur við en einmitt núna.
Handrit er eftir Björk Jakobsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur. Leikstjórn er í höndum Gunnars Helgasonar.
Sýningin er sett á svið í Gamla bíói þaðan sem flesit Reykvíkingar eiga góðar minningar. Salurinn hefur verið endurnýjaður á glæsilegan hátt og það er Eddunni mikill heiður að fá að vera fyrsta sýningin sem sett er upp i þessu nýja leikhúsi borgarinnar.