Dýrin í Hálsaskógi
Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi leikritið Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Maríu Pálsdóttur. Frumsýnt verður 20. febrúar.
Leikarar eru rúmlega 20 sem eru á ýmsum aldri, reyndir í bland við aðra sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu.
Mikka ref og Lilla klifurmús leika nú í þriðja sinn þeir Hjörtur Benediktsson og Steindór Gestsson sem sjást þarna í fullum skrúða á myndinni. Tuttugu og sex ár eru síðan þeir léku þessi hlutverk fyrst.
Guðmundur Eiríksson annast píanóleik. Aðrir sem að þessari vinnu koma eins og sviðsmynd, búningasaum, andlitsmálun og fleira eru hátt í 20 manns.
Þegar nær dregur verður hægt að fylgjast með gangi mála, bæði með myndum og í texta á facbókarsíðu Leikfélags Hveragerðis. Sýningardagar verða einnig auglýstir þar.