Djöflaeyjan rís á Selfossi | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Djöflaeyjan rís á Selfossi

    Leikfélag Selfoss hefur ákveðið að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því DJÖFLAEYJAN, í öllu sínu veldi, hefur risið nokkuð örugglega síðustu vikur í húsakynnum Leikfélags Selfoss. Margir þekkja vel þessa stóru fjölskyldusögu um fólkið í Thulekampi eftir Einar Kárason, en þessi sýning byggir á skáldsögunum Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni og þá einnig eldri leikgerðum.

    Leiðsögumaður okkar um Djöflaeyjuna heitir Rúnar Guðbrandsson og starfar hann nú í þriðja sinn með Leikfélagi Selfoss því hann leikstýrði einnig Sólarferð 2012 og Kirsuberjagarðinum 2016.

    Sýningin er viðamikil í allri sinni dýrð, um 50 manns koma að sýningunni og hvorki meir né minna en 24 leikarar stíga á svið þegar mest lætur. Það er sérstaklega skemmtilegt að segja frá að fimm fyrrverandi og núverandi formenn leikfélagsins koma að sýningunni í ár. Tónlist er einnig áberandi í verkinu og getum við státað okkur af einvalaliði tónlistarfólks sem bæði leikur og syngur af hjartans list. Hópurinn í heild samanstendur af reynsluboltum til margra ára en einnig er að finna minna slípaða demanta sem eru að stíga sín fyrstu skref innan Leikhússins. Saman galdrar þessi hæfileikaríki hópur fram Djöflaeyjuna á áhrifaríkan hátt sem þú áhorfandi góður hefur ekki séð áður.

    Athugið að við teljum að sýningin sé ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. 

    Frumsýning er 6. mars en miðabókun fer fram á vefsíðunni okkar
    og einnig má senda póst á midasala@leikfelagselfoss.is
    eða hringja í síma 482-2787. 

    Ekki er þó hægt að bóka miða á frumsýninguna. 

    • Almennt miðaverð er 2.500 kr
    • Hópaverð fyrir 10+ er 2.000 kr
    • Allur salurinn 100.000 kr (80 sæti)


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!