Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Hundur í óskilum eru mættir suður með Öldina okkar

    jan 5, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    oldin2

    • 21. öldin á hundavaði í tali og tónum
    • Grímuverðlaunahafarnir fara á kostum sem aldrei fyrr
    • 20 ára afmæli Hunds í óskilum

    Föstudaginn 9 janúar stíga félagarnir í Hund í óskilum á Nýja svið Borgarleikhússins og sýna nýjasta verk sitt Öldina okkar. Leikritið var frumsýnt á Akureyri 30. okt. sl. og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar. Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.
     
    Öldin okkar er á ákveðinn hátt framhald á Sögu þjóðar sem sýnt var 80 sinnum fyrir fullu húsi á Akureyri og íBorgarleikhúsinu 2012-2013, hlaut þrjár Grímutilnefningar og hlaut eina Grímu. Saga þjóðar var sýnd á Rúv nú á nýársdag. Þar fóru þeir félagar Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson á hundavaði í gegnum Íslandssöguna en skildu þó eftir smábút frá aldamótum 2000 fram á okkar dag. Í Öldinni okkar ljúka þeir loks verkinu með því að spóla sig í tali og tónum í gegnum samtímasöguna, ris og fall fjármálakerfisins og ýmsa gjörninga sem sett hafa svip á hina viðburðaríku 21. öld á Íslandi. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins!
     
    „Ég hló næstum því allan tímann. Ég hætti ekki að hlæja vegna þess að þetta var ekki fyndið lengur. Ég gat bara ekki meira var gjörsamlega búinn“. Jón Óðinn Waage – akureyri.net „Mikil brýning um blindu okkar“ Þórgnýr Dýrfjörð – Listaukinn.
     
    Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Hund í óskilum:

    – Fyrst íslenskra sveita til að troða upp í Royal Albert Hall ( þegar hún hitaði upp fyrir Stuðmenn).

    Stuðmenn, Raggi Bjarna og Bjöllukór Hörgárprestakalls hafa öll hitað upp á tónleikum sveitarinnar.

    – Fengu Grímuverðlaun fyrir tónlistina íÍslandsklukkunni 2010 og Sögu þjóðar 2012.

    – Voru með útvarpsþáttinn „Hundur í útvarpssal“ árið 2006-7 og spáðu þar fyrir um hrunið.

    – Hafa aldrei verið með í Frostrósum.

    Aðstandendur Höfundur: Hundur í óskilum | leikstjóri: Ágústa Skúladóttir |Tónlist: Hundur í óskilum | Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Leikarar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G.Stephensen.
     

    Blinda konan og þjónninn & Egils saga

    jan 3, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blindakonan1

    SUNNUDAGUR 4. JANÚAR KL. 13:00

    blindakonan2

    BLINDA KONAN OG ÞJÓNNINN
    eftir Sigurð Pálsson
    Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

    Þjónninn er leikskáld sem er að skrifa útvarpsleikrit. Hann skapar Blindu konuna en missir smám saman tökin á sköpunarverki sínu. Hún öðlast sjálfstæðan vilja, hið skapaða tekur völdin af skaparanum, listaverkið af listamanninum.
    Utan við verk Þjónsins er stærri rammi. Þar leynist Höfundurinn sem bjó til Þjóninn og stjórnar hljóðheimi verksins, þ.e.a.s. útvarpsleikritinu sem Þjónninn er að skrifa.
    Utan við þetta er enn stærri rammi, Guð almáttugur, skapari himins og jarðar. Hvíslandi rödd stúlkubarns fléttast inn á milli hinna sköpunarverkanna. Hvíslar að okkur smábútum úr I. Mósebók, sköpunarsögunni…

    Persónur og leikendur:
    Blinda konan: Ólafía Hrönn Jónsdóttir
    Þjónninn: Valur Freyr Einarsson
    Höfundur: Sigurður Pálsson
    Stúlkubarn: Líneyk Þula Jónsdóttir
    frumflutningur

    Verkið unnið í samvinnu við Listahátíð Í Reykjavík

    blindakonan5

    SUNNUDAGUR 11., 18. & 25. JAN. KL. 13:00
    EGILS SAGA í þrem hlutum
    Útvarpsleikgerð eftir Morten Cranner
    Þýðandi leiktexta: Ingunn Ásdísardóttir
    Þýðandi bundins máls: Þórarinn Eldjárn
    Tónleist: Hildur Ingveldar- Guðnadóttir
    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
    Leikstjórn: Erling Jóhannesson

    Hér er á ferðinni túlkun höfundar, Mortens Cranner, á þessari frægu Íslendingasögu um fornkappann Egil Skallagrímsson, flutt á nútímamáli.

    Persónur og leikendur:
    Egill: Ingvar E. Sigurðsson,
    Bera: Arndís Hrönn Egilsdóttir,
    Skallagrímur: Jóhann Sigurðarson,
    Þórólfur: Hjálmar Hjálmarsson,
    Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús,
    Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir,
    Þórir Hersir: Erlendur Eiríksson,
    Arinbjörn: Magnús Jónsson
    Ásgerður: Margrét Vilhjálmsdóttir,
    Ölvir: Víkingur Kristjánsson,
    Rögnvaldur: Ævar Örn Benediktsson,
    Aðalsteinn konungur: Sigurður Skúlason,

    Auk þeirra: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Gunnar Hansson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Pétur Einarsson, Edda Arnljótsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Eyberg, Halldóra Líney Finnsdóttir og Ásgeir Sigurðsson.
    (frá árinu 1960)

    Styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva

    blindakonan4

    Jesús litli kemur með jólin

    des 29, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    jesuslitili
     
    Jólaguðspjallið í margrómaðri uppfærslu trúðanna Úlfars, Bellu, Barböru

    Jesús litli var valin sýning ársins og höfundar hennar leikskáld ársins á Grímunni 2010 og hlaut auk þess menningarverðlaun DV árið 2009

    Sýningar á Jesú litla eru orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum Íslendingum og hann snýr aftur á Litla sviðið 27. nóvember. Þetta er í fimmta sinn sem Jesús litli er sýndur í Borgarleikhúsinu í aðraganda jólanna og ekkert lát á vinsældum hans. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010, hlaut alls 7 tilnefningar og var valin sýning ársins og leikverk ársins. Gagnrýnendur hafa hlaðið sýninguna lofi og áhorfendur verið hrærðir og heillaðir. Jesús litli fór í leikferð til Spánar 2012 þar sem hún hlaut frábærar viðtökur enda mannbætandi upplifun í hæsta gæðaflokki!

    Sagan Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig Palestínu og Heródes er settur landstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu gefur hann út tilskipun um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Og trúðarnir dásamlegu spyrja. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástan? Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand og af hverju er þetta allt svona fyndið?
    Verkið Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

    Jesus litli_Borgarleikhusid_ljosmGrimurBjarnason (3)
     

    Aðstandendur Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson | Leikstjórn: Benedikt Erlingsson | Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Kjartan Þórisson | Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir | Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

    Fréttatilkynning frá Félagi íslenskra leikara

    des 19, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    FIL
     
    Leikararnir Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Karítas Árnadóttur hafa verið valin til að taka þátt í Northern Lights verkefninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. Northern Lights verkefnið miðar að því að kynna norræna leikara fyrir alþjóðlegum leikstjórum og framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. 25 leikarar frá norðurlöndunum voru valdir í ár til að taka þátt í verkefninu en umsóknir voru 160 talsins.
     
    Berlinale er ein fremsta kvikmyndahátíð í heimi og leggur sérstaka áherslu á þátt leikara í kvikmyndaiðnaðnum. Northern Ligths var sett á fót vegna vaxandi áhuga á norrænu sjónvarpsefni og auknum ráðningum á norrænum leikurum í alþjóðleg kvikmyndaverkefni. Á Íslandi er ekkert umboðsmannakerfi og það flækir málin þegar kemur að því að ráða íslenska leikara og það sama gildir um hin norðurlöndin en tilgangur Northern ligths verkefnisins er að brúa bilið á milli leikara, kvikmyndaframleiðenda og leikstjóra. Stefnt er á að Northern Ligths verkefnið verði árlegt og að þar fái norrænir leikarar stuðning og tækifæri til að kynnast kollegum sínum annars staðar frá.
     
    Jóhann G. Jóhannsson vakti fyrir skemmstu mikla athygli fyrir góða frammistöðu í Hrauninu eftir Reyni Lyngdal og leikur í kvikmyndinni The Shamers Daugther eftir leikstjórann Kenneth Kainz sem kemur út árið 2015.
     
    Þóra Karítas birtist í nýjustu sjónvarpsseríu Netflix Sense 8 í leikstjórn Wachowski systkinanna sem frumsýnd verður í byrjun árs 2015 en er þekkt fyrir leik í sjónvarpsseríunni Ástríður, Rétti og Stelpunum á Stöð 2.
     
    Verkefnið er skipulagt af norsku leikaramiðstöðinni (Norwegian Actors Center) og TMStudio í samstarfi við Norsku leikarasamtökin (The Norwegian Actors’s Equity Association, Scandinavian Locations undir handleiðslu Norsku kvikmyndamiðstöðvarinnar (NFI) og er Félag íslenskra leikara einn af samstarfaðilum skipuleggjenda.
     
    Nánari upplýsingar er að finna á http://www.skuespillersenter.no/northern-lights/ og á facebook síðunni: https://www.facebook.com/NorthernLightTalents
     
    Félag íslenskra leikara
    Lindargötu 6, 101 Reykjavík
    Sími 5526040
    fil@fil.is www.fil.is

    Jólaró á Þorláksmessu

    des 19, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    jolaro
     
    Á Þorláksmessu verður hin hefðbundna „Jólaró Íslensku óperunnar“ haldin í anddyri Hörpu kl. 17-18. Antonía Hevesi, píanóleikari Íslensku óperunnar, fær til liðs við sig góða gesti úr íslenska söngheiminum, þar á meðal söngvara sem tekið hafa þátt í sýningum Óperunnar á liðnum misserum. Þeirra á meðal verða: Hallveig Rúnarsdóttir, Snorri Wium, Erla Björg Káradóttir og fleiri. Flutt verða lög og samsöngvar úr heimi bæði jólatónlistar og óperutónlistar.

    Gert er ráð fyrir að gestir geti komið og farið meðan á söngstundinni stendur, en hún fer fram í anddyri Hörpu. Veitingastaðir og verslanir í Hörpu og miðasalan verða ennfremur opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. Þorláksmessa var um árabil haldin hátíðleg í Íslensku óperunni í Gamla bíói. Verið hjartanlega velkomin í nýju húsakynnin okkar í Hörpu og hlýðið á hugljúfa tónlist á hinni erilsömu en þó skemmtilegu Þorláksmessu.

    Skráningar hafnar í LA

    des 15, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    skolila1Skráningar eru hafnar í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar vegna vorannar. Það er einvalalið kennara sem mun starfa við skólann og ásamt hinni reglubundnu kennslu munu nemendurnir kíkja á æfingar á uppsetningu Lísu í Undralandi og vera í návígi við listamennina sem að sýningunni koma. Kennarar verða : Benedikt Karl Gröndal, leikari, Brogan Davison, danshöfundur, Margrét Sverrisdóttir, leikkona, Pétur Ármannsson, leikari og Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona.

    Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu.

    Umsóknarfrestur til að sækja um nám á vorönn 2015 er 6. janúar. Einungis er tekið við netumsóknum. Kennsla hefst 13. janúar.

    Skólinn er fyrir börn í 3. -10. grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri og er hver hópur einu sinni í viku, í 90 mín í senn. Kennt verður á mánudögum kl. 15:30, 17:00 og 18:30. Önnin telur 12 skipti.

    Í lok námskeiðanna verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni.

    Nánari upplýsingar um kennarana, skólann og skráningar má sjá hér.

    Kryolan Concealer Circle

    des 15, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hyljarar3Vara vikunnar í Leikhúsbúð Bandalagsins

    Kryolan Concealer Circle, hyljarar í 6 lita 40 gr. dósum, framleiddir í mörgum mismunandi samsetnngum. Hyljararnir eru mjög þekjandi og eru notaðir til að hylja bauga, bólur og önnur lýti á húð fyrir förðun. Dósin kostar kr. 5.700.-

    Leikhúsbúiðn er opin alla virka daga frá 9-13 og sendir hvert á land sem er. Pantaðu í síma 5516974 eða með tölvupósti í netfangið info@leiklist.is

    Hér að neðan eru þær litasamsetningar sem framleiddar eru, núna eigum við á lager númer 1, 2, 3, 4 og 6 (ekki á mynd en mjög svipað nr. 5).

    hyljarar2

    Innihaldslýsing og nánari upplýsingar

    Billy Elliot

    des 11, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    billyelliot1Æfingar hafnar á Billy Elliot – stærsta sýning Borgarleikhússins

    68 listamenn taka þátt

    Þrjár nýjar stjörnur deila aðalhlutverkinu

    Í vikunni hófust æfingar á stórsýningunni Billy Elliot. Sýningin er sú stærsta sem Borgarleikhúsið hefur sett upp en 68 listamenn taka þátt í henni, það eru 33 börn, 24 fullorðnir og 11 hljómsveitarmeðlimir. Frumsýning er áætluð 5.mars. Þrír glæsilegir ungir dansarar deila aðalhlutverkinu og hafa verið í hörðu dansnámi síðastliðna 8 mánuði undir stjórn breskra kennara. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.

    Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin íBorgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.

    Verkið Billy er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa.

    Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun..

    Aðstandendur Höfundur: Lee Hall & Elton John | Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson | leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson | Tónlist: Elton John | Leikmynd: Petr Hlousek | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson | Danshöfundur: Lee Proud | Meðframleiðandi: Baltasar Kormákur | Leikarar: Hjörtur Viðar Sigurðarson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Baldvin Alan Thorarensen, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason o.fl

    Allar nánari upplýsingar veitir: Alexía Björg Jóhannesdóttir; alexia@borgarleikhus.is s:590 8848 / 869 6118

    Lísa og Lísa

    des 11, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lisa

    Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu
    Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa
    búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs
    leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og
    segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt
    verðlaunaverk.

    Leikritið sló í gegn á Akureyri síðasta vetur og kemur nú loksins
    suður. Gagnrýnendur voru á sama máli, Lísa og Lísa er frábær skemmtun.

    Brot úr gagnrýnum
    Næm og falleg sýning.
    – Hlín Agnarsdóttir, DV

    Jón Gunnar á heiðurinn af leikstjórninni og samstarf hans við
    leikkonurnar og aðra listamenn uppsetningarinnar hefur skilað
    áferðarfallegri leiksýningu sem býr yfir mikilli nánd, mannlegri hlýju
    og skilningi á lífi samkynhneigðra para.
    – Hlín Agnarsdóttir, DV

    Mergjuð skemmtun!
    – Páll Jóhannesson, Akureyri.net

    Lísa og Lísa, góðar saman.
    – Björn Þorláksson, Akureyri Vikublað

    Lísa og Lísa eiga erindi til allra.
    – Hulda Sif Hermannsdóttir, Vikudagur

    Sýning sem allir bæjarbæar ættu að sjá.
    – Eiríkur Björn Björnsson, Bæjarstjóri

    Höfundurinn
    Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er búsett í Dyflinni. Hún
    hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um
    Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012,
    bæði sem höfundur og leikkona.

    Leikstjórinn
    Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London
    árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi
    og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The
    Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið
    fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskólum og stjórnað Götuleikhúsinu
    í Reykjavík.
     

     

    Síður:«1...8889909192939495»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!